Ferðamannastaðir

Gott skipulag ferðamannastaða og áningastaða er mikilvægt. 
Með vaxandi ferðamennsku og áhuga landsmanna á
náttúruskoðun og menningu svæða, verða gönguleiðir
að stýra umferð um einstök svæði á þann hátt að ekki
sé gengið á gæði þeirra. Gönguleiðir, mannvirki, merkingar
og annað manngert þarf að falla sem best að umhverfinu og
sjálfbærni svæðisins skal jafnan höfð að leiðarljósi. Haukafell

Í landi Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga
að Haukafelli á Mýrum, hefur markvisst verið
unnið að því að byggja upp aðstöðu til útivistar
með merkingu gönguleiða og uppbyggingu
tjaldsvæðis. Á Þjónustuhúsi er skilti með
yfirlitskorti yfir gönguleiðirnar. Á gönguleiðunum
eru fræðsluskilti um sögu og náttúrufar svæðisins.
Á myndinni má sjá yfirlitskortið. (ágúst 2006). 
Hægt er að panta þjónustu Náttúrulega ehf hér 

 

Fræðslustígur í Þórsmörk

Að auka skilning fólks á vistkerfinu og nánasta umhverfi er markmið þeirra sem standa að gerð fræðsluefnis á göngustíga í Þórsmörk. Þórsmörk er fjölsóttur ferðamannastaður í stórbrotnu umhverfi sem ávalt hefur haft yfir sér rómantískan blæ. Gerðar hafa verið nokkrar merkingar með fróðleik um lífríki svæðisins og þeim komið fyrir við helstu gönguleiðirnar. Efnið er á þremur tungumálum og var laserskorið á lerkiplatta hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum.
(júní 2009). Hægt er að panta þjónustu Náttúrulega ehf hér 

 

Náttúrulega ehf

kt. 540291-1449
Vsk. nr. 28176
Smárabraut 14
780 Höfn
Sími: 699 1424
Netfang:
rannveig(hjá)natturulega.is


burkni_1.jpg