Guðrun Tinna

Tinna

Hæ! Ég heiti Guðrún Tinna

Allt þetta náttúrulega, náttúruvernd, sjálfbærni, heilindi, styrkur og áræðni eru uppáhalds kraftarnir sem ég vil nota við allt sem ég geri. Ég hef brennandi áhuga á heilsueflingu, að efla fólk til betra lífs og að finna leiðir til að að sækja fram og upplifa meira á heilnæman og náttúrulegan hátt. 

Natturulega.is hefur verið lengi í mótun og er tilraun mín til að draga saman allt það sem ég geri undir einn hatt. Nýsköpun, framleiðsla, innflutningur, verslun, ýmis námskeið, eflandi heilsu- og dekurferðir, samtöl og ráðgjöf fyrir einstaklinga eða hópa, hópefli og vinnustaða sjóbaðsfjör.

Ég er einnig með nokkrar spennandi
vörur í mótun sem eiga það sammerkt að vera úr náttúrulegum efnivið auk þess að vera gagnlegar og nýtilegar fyrir daglegt líf.

Ef þú hefur áhuga á einstaklingsráðgjöf eða sérsniðnu námskeiði fyrir þinn hóp, má senda mér póst á netfangið tinna@natturulega.is

Nám & námskeið

Þroskaþjálfi B.A.
B.Sc Homeopathy, University of West London
IIN Heilsumarkþjálfi
Grunn- og framhaldsmenntun í Markþjálfun, ACC vottun.
B.A. Ítalska H.Í. lýkur vorið 2023