Skilmálar og reglur
Ferli
natturulega.is (Partis ehf) afgreiðir pöntun þegar greiðsla hefur borist fyrir þær vörur sem pantaðar eru. Strax og greiðsla berst sendum við þér staðfestingu með tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Partis ehf.
Afhending og sendingakostnaður
Þegar þú pantar á natturulega.is sendum við pöntun þína með Íslandspósti næsta virka dag frá pöntun. Viðskiptavinir greiða burðargjald samkvæmt verðskrá Íslandspósts.
Burðargjald reiknast
Viðskiptavinir greiða burðargjald samkvæmt verðskrá Íslandspósts.
Greiðslur og öryggi við pantanir
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti.
Natturulega.is þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Viðskiptavinur velur vöru á vefsíðunni natturulega.is og þegar kemur að greiðslu er hann fluttur yfir á Greiðslusíðu Borgunar þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram.
Greiðslusíða Borgun tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina eru meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.
Greiðslusíða Borgunar hefur hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun. Alþjóðlegu greiðslukortafyrirtækin gera í dag þá kröfu að öll fyrirtæki, sem meðhöndla, vista, senda eða móttaka greiðslukortaupplýsingar, vinni í samræmi við kröfur PCI staðalsins.
Netverð
Öll íslensk verð á natturulega.is eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugaðu að vöruverð á natturulega.is getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Skilaréttur
Vísað er til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Viðskiptavinur hefur 14.daga skilarétt og fulla endurgreiðslu á öllum vörum frá natturulega.is
Ábyrgðarskilmálar
Ef vara frá natturulega.is reynist gölluð á viðskiptavinur rétt á fullri endurgreiðslu eða fá nýja vöru senda sér að kostnaðarlausu.
Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Við leggjum áherslu á að varðveita upplýsingar þínar á öruggan hátt og áframsendum ekki netföng né annað sem tengist viðskiptavinum.
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun natturulega.is á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.