Allt um Tarotspilin - FRAMHALDSnámskeið í mars 2025
Allt um Tarotspilin - FRAMHALDSnámskeið í mars 2025
Þetta námskeið er FRAMHALDSNÁMSKEIÐ og sniðið að þeim sem þegar hafa sótt grunnnámskeið hjá Tinnu eða fyrir þau sem þegar þekkja til Tarotspilanna og þarfnast núna æfingar, að læra fleiri lagnir, fá endurgjöf og öflugan stuðning, góð ráð og að finna öryggi við túlkun spilanna.
Næsta framhaldsnámskeið hefst fimmtudaginn 6.mars 2025 og stendur yfir í 4. vikur. Námskeiðið er netnámskeið og allir fundir og myndbandsinnlegg verða aðgengileg á upptökum í lokuðum hópi á Facebook svo það er mögulegt að horfa á upptökur eftirá ef þú getur ekki tekið þátt í rauntíma. Upptökurnar nýtast einnig vel til upprifjunar og þú hefur aðgang að efninu í 3. mánuði eftir að námskeiðinu lýkur.
✨ Fimmtudagur 6. mars: Umræðufundur á Zoom kl. 20:00-21:30.
✨ Fimmtudagur 13. mars: Umræðufundur á Zoom kl. 20:00-21:30.
✨ Fimmtudagur 20. mars: Umræðufundur á Zoom kl. 20:00-21:30.
✨ Fimmtudagur 27. mars: Umræðufundur á Zoom kl. 20:00-21:30.
Áherslur á þessu framhaldsnámskeiði eru að kynna til leiks fleiri lagnir, styrkja innsæisvitundina, ferðast saman í gegnum JÖRÐ, LOFT, ELD og VATN, kynnast því að vinna markvisst með tarotspilin til að styrkja okkur í daglegu lífi og að læra að lesa spilin í enn betra flæði. Allir þátttakendur fá öfluga endurgjöf og stuðning við að lesa í allar sínar lagnir á meðan á námskekiðinu stendur.
Markmið námskeiðanna er að efla þátttakendur til þess að nýta sér spilin í daglegu lífi. Einnig að öðlast hæfni til að spegla lífið og tilveruna, að rannsaka farveginn sem þau standa í hverju sinni og að taka ákvarðanir um framhald.
Námskeið hjá Tinnu eru mjög jarðbundin, vel skipulögð og gagnleg og það reynir á þátttakendur að vinna vel í sjálfum sér á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendur eru hvattir til að styrkja sig til betra lífs og að rannsaka í gegnum spilin hvernig er hægt að ná meiri eða betri árangri í lífinu - að upplifa meira.
Umsögn:
"Vá hvað ég er glöð að hafa látið verða af því að skrá mig á tarot námskeið hjá Tinnu! Mig hefur lengi langað til að læra meira á spilin og fá leiðsögn. Tinna er alveg ótrúlega frábær kennari, mjög lifandi og skemmtileg og hún útskýrir og fer yfir spilin á svo aðgengilegan og skýran hátt. Hún hefur grúskað lengi í tarotspilunum og það er alveg greinilegt, hún býr yfir miklum fróðleik og öryggi og það er frábært að hafa kennara sem lifir og hrærist í því sem hann kennir.