Steinholt & Co.
Steinholt & Co. er árstíðabundin verslun á Seyðisfirði, staðsett við Austurveg 22.
Verslunin er aðeins opin á sumrin í júní, júlí og ágúst og þar seljum við ýmsa vandaða gjafavöru. Áherslur í verslun hjá okkur er íslensk framleiðsla, einnig fáeinar sérvaldar erlendar vörur sem við flytjum inn sjálf og eru uppáhalds og ómissandi í okkar lífi.
Við erum með ýmsar vörur sem við hönnum og framleiðum sjálf og þar má helst nefna ullarteppi sem eru framleidd úr íslenskri ull á íslandi. Teppin eru framleidd til heiðurs náttúrunnni og líka Steinholti, húsinu við Austurveg 22 sem hýsir verslunina okkar á sumrin.
Ýmsar aðrar spennandi vörur eru í þróun hjá okkur og detta inn um lúguna vorið 2025.
Við opnum næst í Steinholti & Co. í lok maí 2025.