Steinholt & Co.

Steinholt & Co. er árstíðabundin verslun á Seyðisfirði, staðsett við Austurveg 22.

Verslunin er aðeins opin á sumrin í júní, júlí og ágúst og þar seljum við ýmsa vandaða gjafavöru. Áherslur í verslun hjá okkur er íslensk framleiðsla, einnig fáeinar sérvaldar erlendar vörur sem eru uppáhalds hjá okkur.

Við erum með ýmsar vörur sem við hönnum og framleiðum sjálf og þar má helst nefna ullarteppi sem er framleitt úr íslenskri ull á íslandi. Teppið er framleitt til heiðurs Steinholti, húsinu við Austurveg 22 sem hýsir verslunina okkar á sumrin. 

Ýmsar aðrar spennandi vörur eru í þróun hjá okkur á árinu 2023

Steinholts-teppi