Umsagnir

“Vá hvað ég er glöð að hafa látið verða af því að skrá mig á tarot námskeið hjá Tinnu! Mig hefur lengi langað til að læra meira á spilin og fá leiðsögn. Tinna er alveg ótrúlega frábær kennari, mjög lifandi og skemmtileg og hún útskýrir og fer yfir spilin á svo aðgengilegan og skýran hátt. Hún hefur grúskað lengi í tarotspilunum og það er alveg greinilegt, hún býr yfir miklum fróðleik og öryggi og það er frábært að hafa kennara sem lifir og hrærist í því sem hann kennir

Ég er mun öruggari að æfa mig núna með spilin sjálf og hefði ekki getað trúað því hvað ég lærði mikið á þessu námskeiði. Ég kunni líka svo vel að meta að Tinna svaraði spurningum okkar fljótt og örugglega og hjálpaði okkur að lesa í eigin lagnir. Mæli hiklaust með þessu námskeiði Takk kærlega fyrir mig ”

Tinna Sif Sigurðardóttir, sem sótti Tarotnámskeið í júní 2021.