NORÐUR ullarteppi frá Steinholt & Co.
NORÐUR ullarteppi frá Steinholt & Co.
NORÐUR ullarteppi er úr íslenskri ull og framleitt á Íslandi til heiðurs Norðurlandi og einstöku vetrarbirtunni fyrir norðan. Hjörtun okkar í Steinholti & Co. slá fyrir norðan og þar eigum við rætur og okkar bestu æskuminningar.
Litirnir í teppinu eru dökk blár og dökk grár og eru þeir vísun í dimmbláu birtuna norðan heiða að vetri. Vetur á norðurlandi er engu líkur og vetrarbirtan svo einstök, umvefjandi og hlý.
Munstrið er innblásið af fjörðum norðurlands. Teppið er tvöfalt og speglast því munstrið í litunum á hvorri hlið. Norður ullarteppi er stærra en hefðbundin teppi og er í stærðinni 140x190 cm.
Teppið kemur pakkað í lífrænum bómullar "tote" poka frá Steinholt & Co. og er framleitt í takmörkuðu upplagi.
Vilt þú selja teppi frá Steinholt & Co. hjá þér? Hafðu samband: tinna@natturulega.is