Allt um tarotspilin - námskeið í september 2024
Allt um tarotspilin - námskeið í september 2024
Hefur þig alltaf langað til að læra á tarotspilin, en ekki vitað hvernig er best að byrja? Þá er þetta námskeið fyrir þig.
“Allt um tarotspilin” eru vinsæl Tarotnámskeið, þar sem Tinna kennir fólki að nýta sér tarotspilin til að leita svara við ýmsum málum er varða lífið og tilveruna.
~ miðvikudagur 11. september fundur á Zoom kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 18. september fundur á Zoom kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 25. september fundur á Zoom kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 2. október fundur á Zoom kl: 20:00-21:30
Allt efnið er tekið upp og aðgengilegt í lokuðum hópi á Facebook í 6.mánuði eftir að námskeiðinu lýkur og því góður tími til þess að horfa aftur á fundina og tileinka sér efni námskeiðsins.
Á þessu námskeiði:
~ Lærir þú að lesa spilin af innsæi og án þess að þurfa stöðugt að kíkja í bók.
~ Lærir auðvelda aðferð að túlka spilin.
~ Kynnist vel táknmyndum tarotspilanna.
~ Lærir um þroskasögu sálarinnar.
~ Lærir að nýta þér Tarotspilin til persónulegs þroska og þróunar.
~ Færð upplýsingar um hvernig er best að spyrja spilin spurninga.
~ Færð upplýsingar um ýmsar góðar lagnir.
~ Lærir að gera Ársspá.
Markmið námskeiðanna er að efla þátttakendur til þess að nýta sér spilin til að spegla lífið og tilveruna og að rannsaka farveginn sem þau standa í og að taka ákvarðanir um framhald.
Námskeiðin eru mjög jarðbundin, vel skipulögð og gagnleg og það reynir á þátttakendur að vinna vel í sjálfum sér á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendur eru hvattir til að styrkja sig til betra lífs og að rannsaka í gegnum spilin hvernig er hægt að ná meiri og betri árangri í lífinu - að upplifa meira.
Umsögn:
"Vá hvað ég er glöð að hafa látið verða af því að skrá mig á tarot námskeið hjá Tinnu! Mig hefur lengi langað til að læra meira á spilin og fá leiðsögn. Tinna er alveg ótrúlega frábær kennari, mjög lifandi og skemmtileg og hún útskýrir og fer yfir spilin á svo aðgengilegan og skýran hátt. Hún hefur grúskað lengi í tarotspilunum og það er alveg greinilegt, hún býr yfir miklum fróðleik og öryggi og það er frábært að hafa kennara sem lifir og hrærist í því sem hann kennir .