natturulega
Allt um tarotspilin - námskeið í janúar 2024
Allt um tarotspilin - námskeið í janúar 2024
Couldn't load pickup availability
Hefur þig alltaf langað til að læra á tarotspilin, en ekki vitað hvernig er best að byrja? Þá er þetta námskeið fyrir þig.
“Allt um tarotspilin” eru vinsæl Tarotnámskeið einu sinnar tegundar á Íslandi, þar sem Tinna kennir fólki að nýta sér tarotspilin til að leita svara við ýmsum málum er varða lífið og tilveruna.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 10. janúar 2024 á Zoom og stendur yfir í 4. vikur.
~ miðvikudagur 10. janúar kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 17. janúar kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 24. janúar kl: 20:00-21:30
~ miðvikudagur 31. janúar kl: 20:00-21:30
Allt efnið er tekið upp og aðgengilegt í lokuðum hópi á Facebook í 6.mánuði eftir að námskeiðinu lýkur. Linkur á hópinn er sendur um leið og þátttaka er staðfest og þegar eru komin inn tvö undirbúningverkefni í FB hópinn svo hægt er að byrja spjallið nú þegar.
Á þessu námskeiði:
~ Lærir þú að lesa af innsæi og án þess að þurfa stöðugt að kíkja í bók.
~ Kynnist vel táknmyndum tarotspilanna.
~ Lærir um þroskasögu sálarinnar.
~ Lærir að nýta þér Tarotspilin til persónulegs þroska og þróunar.
~ Kynnist skemmtilegri talnaspeki sem tengist tarotspilunum.
~ Færð upplýsingar um sálar- og þroskatölurnar þínar og hvernig þær tengjast tarotspilunum.
~ Færð upplýsingar um ýmsar lagnir og hvernig er best að spyrja spilin.
Markmið námskeiðanna er að efla þátttakendur til þess að nýta sér spilin til að spegla lífið og tilveruna og að rannsaka farveginn sem þau standa í og að taka ákvarðanir um framhald.
Námskeiðin eru mjög jarðbundin, vel skipulögð og gagnleg og það reynir á þátttakendur að vinna vel í sjálfum sér á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendur eru hvattir til að styrkja sig til betra lífs og að rannsaka í gegnum spilin hvernig er hægt að ná meiri eða betri árangri í lífinu - upplifa meira.
Hér eru umsagnir af fyrri námskeiðum:
"Mér fannst ég læra mjög mikið um Tarot spilin og tilgang þeirra. Læra að beita mér í tengslum við þau."
"Fannst ég alveg ná grunninum 100% en held það væri geggjað að fara á framhaldsnámskeið"
"Leiðbeinandi var hvetjandi, leiddi okkur í heim tarot af innlifun og skemmtilegan hátt."
"Námskeiðið var fullkomið fyrir mína parta og fær Tinna leiðbeinandi mín bestu meðmæli."


