natturulega
Töfrar talnaspeki & tengslin við Tarotspilin
Töfrar talnaspeki & tengslin við Tarotspilin
Couldn't load pickup availability
Þetta námskeið hefst í byrjun janúar 2024 og fjallar um talnaspeki og tengsl hennar við Tarotspilin, en talnaspeki gefur okkur dýpri skilning á lífið og tilveruna, gefur til kynna tækifæri til vaxtar og varpar ljósi á það sem er framundan.
Námskeiðið er netnámskeið þar sem hópurinn hittist á ZOOM tvö kvöld í janúar. Dagarnir eru fimmtudagur 4. janúar og mánuadagur 8.janúar kl. 19:30 - 21.00 bæði kvöldin. Fundirnir verða teknir upp og því hægt að horfa á upptöku eftirá eða að rifja upp efnið milli tima. Þú hefur aðgang að upptökunum og öllu efninu sem tilheyrir námskeiðinu út árið 2023.
Á þessi námskeiði lærir þú:
✨ Allt um talanspekina og tengsl hennar við Tarotspilin.
✨ Um persónuleikatöluna þína og hvaða tilgang það hefur að þekkja þessa tölu.
✨ Um þoskatöluna þína og hvað hún segir þér um þá reynslu sem þú stendur frammi fyrir núna á þessu ári og á því næsta.
✨ Kynnist því hvernig hægt er að skilja fólkið þitt betur þegar þú þekkir tölurnar sem hafa áhrif á þeirra líf.
✨ Kynnist því hvernig við getum nýtt okkur áhrif tölunnar til að BESTA þroska ársins.
✨ Færð tækifæri til að undirbúa þig meðvitað að taka á móti áhrifum þessa árs sem er að hefjast.
Markmið námskeiðanna er að efla þátttakendur til þess að nýta sér talnaspekina og tarotspilin til að spegla lífið og tilveruna. Námskeiðin eru mjög jarðbundin, vel skipulögð og hagnýt og það reynir á þátttakendur að vinna vel í sjálfum sér á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendur eru hvattir til að styrkja sig til betra lífs og að rannsaka hvernig er hægt að ná meiri eða betri árangri í lífinu - upplifa meira.
Hægt er að senda póst til að afla frekari upplýsinga: tinna@natturulega.is




