natturulega
Allt um Tarotspilin - FRAMHALDSnámskeið í mars 2024
Allt um Tarotspilin - FRAMHALDSnámskeið í mars 2024
Couldn't load pickup availability
“Allt um tarotspilin” eru vinsæl Tarotnámskeið einu sinnar tegundar á Íslandi, þar sem Tinna kennir fólki að nýta sér tarotspilin til að leita svara við ýmsum málum er varða lífið og tilveruna.
Markmið námskeiðanna er að efla þátttakendur til þess að nýta sér spilin til að spegla lífið og tilveruna og að rannsaka farveginn sem þau standa í og að taka ákvarðanir um framhald.
Námskeiðin eru mjög jarðbundin, vel skipulögð og gagnleg og það reynir á þátttakendur að vinna vel í sjálfum sér á meðan á námskeiðinu stendur. Þátttakendur eru hvattir til að styrkja sig til betra lífs og að rannsaka í gegnum spilin hvernig er hægt að ná meiri eða betri árangri í lífinu - upplifa meira.
Þetta námskeið er FRAMHALDSNÁMSKEIÐ og sniðið að þeim sem hafa þegar setið grunnnámskeið hjá Tinnu eða fyrir þau sem þegar þekkja til Tarotspilanna og þarfnast núna að æfa lagnir, fá endurgjöf, góð ráð og að finna öryggi við túlkun spilanna.
Næsta framhaldsnámskeið námskeið hefst mánudaginn 4.mars 2024 og stendur yfir í 4. vikur. Námskeiðið er netnámskeið þar sem allt efnið er tekið upp og aðgengilegt í allt að 6.mánuði eftir að námskeiðinu lýkur.
