Skip to product information
1 of 8

natturulega

Sigaunaspilin - Nornastund í Systrasamlaginu 23.september.

Sigaunaspilin - Nornastund í Systrasamlaginu 23.september.

Regular price 19.900 ISK
Regular price Sale price 19.900 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.

Við hittumst í nærandi Nornastund í Systrasamlaginu mánudaginn 23.september kl. 17:00 - 19:30 og lærum að lesa í Sigaunaspilin. 

Sigaunaspilin eru mjög einföld og þægileg spáspil sem allir geta lært að túlka vel fyrir sig og sína. Spilin eru létt og skemmtileg og tilvalið að draga þau fram í saumaklúbbnum og í góðra vina hópi. 

Í þessari stund lærir þú allt sem þú þarft að vita til að lesa vel í Sigaunaspilin og færð að auki upplýsingar og aðgengilegt efni um spilin á íslensku.

Öll sem taka þátt fá lestur í Sigaunaspilin og tækifæri til þess að fylgjast með þegar lesið er í spilin fyrir aðra, en einnig vettvang til að æfa lestur spilanna sjálf. 

Innifalið í stundinni er námskeið í Sigaunaspilum, spá með Sigaunaspilunum, grænmetissúpa, brauð & pestó og sparidrykkur.

Systrasamlagið veitir einnig afslætti af völdum vörum fyrir námskeiðsgesti.

Athugið að það eru takmörkuð pláss í þessa stund.

Tinna og Unnur Teits leiða saman hesta sína á þessu námskeiði, en þær hafa setið saman í sínum nornahring í yfir 30 ár og grúskað í Sigaunaspilunum OG Tarotspilunum í áratugi.  Það mætti með sanni segja að þær séu meðal helstu sérfræðinga landsins í lestri hverskonar spá spila. 

View full details